Enski boltinn

Giggs: Bale ætti að hunsa United

Dagur Lárusson skrifar
Gareth Bale.
Gareth Bale. vísir/getty
Ryan Giggs, landsliðsþjálfari Wales, segir að Gareth Bale eigi að hunsa áhuga frá Manchester United í sumar og vera áfram í herbúðum Real Madrid.

Gareth Bale hefur átt erfitt uppdráttar hjá Madrid upp á síðkastið en hann hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliðinu hjá Zidane auk þess sem hann hefur verið mjög óheppinn með meiðsli.

Eins og flestir vita þá er Ryan Giggs goðsögn hjá Manchester United og því eru þetta athyglisverð ummæli.

„Þetta er Real Madrid, það eru aðeins nokkur lið sem eru á borð við Real Madrid,“ sagði Giggs.

„Auðvitað ætti hann að vera þar áfram. Hvað er Gareth búinn að vinna á síðustu árum, þrjá meistaradeildartitla? Það er draumi líkast. Þegar þú ert hjá félagi eins og Real Madrid þá ertu alltaf að fara að vinna titla, það er staðreynd.“

Ryan Giggs notaði einnig tækifærið til þess að hrósa Bale í hásterkt eftir þrennu hans gegn Kína í vikunni.

„Gareth er leikmaður sem getur skorað mörk af öllum gerðum og það hefur hann sameiginlegt með Ronaldo. Þeir byrjuðu báðir sem kanntmenn en eru núna markaskorarar.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×