Fótbolti

Gífurlega mikilvægur sigur hjá Arnóri og félögum

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/getty
Arnór Smárason spilaði í rúmar tuttugu mínútur þegar Torpedo Moscow vann lífsnauðsynlegan sigur á Ural, 3-1, í botnbaráttu rússnesku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.

Gestirnir í Ural komust eftir einungis tveggja mínútna leik, en Hugo Veiera jafnaði fyrir Torpedo af vítapunktinum. Þannig stóðu leikar í hálfleik, 1-1.

Dalibor Stevanovic kom Torpedo aftur yfir á 57. mínútu og Hugo Vieira bætti við öðru marki sínu af vítapunktinum og þriðja marki Torpedo. Lokatölur 3-1 sigur Torpedo.

Arnór Smárasons kom inná sem varamaður á 65. mínútu, en lið hans hefur verið í mikilli umræðu undanfarna daga vega þess að leikmenn liðsins hafa ekki fengið greidd laun.

Torpedo er nú í fimmtánda sæti deildarinnar með 26 stig, tveimur stigum frá öruggu sæti. Torpedo á einn leik eftir, en nokkur lið í kringum Torpedo eiga tvö leiki eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×