Erlent

Gífurleg flóð í Texas

Samúel Karl Ólason skrifar
Rigningin mældist nærri því 28 sentímetrar við Houston á sex tímum í morgun.
Rigningin mældist nærri því 28 sentímetrar við Houston á sex tímum í morgun. Vísir/EPA
Meira en þúsund heimili eru ónýt og þúsundir íbúa eru á vergangi eftir gífurlegt vatnaveður í Texas og Oklahoma í Bandaríkjunum síðustu daga. Auk mikilla rigninga lentu einnig skýstrókar á svæðinu og hefur ríkisstjóri Texas lýst yfir neyðarástandi í 37 sýslum.

Ríkisstjóri Texas sagði að vatnið hefði fellt tré eins og gras.Vísir/EPA
Þau sem saknað er voru í sumarhúsi sem stóð við á. Húsið flaut af grunni sínum og skall á brú sem fór yfir ánna. Einungis stakir hlutar hússins hafa fundist. Einum var bjargað og leitarmenn segjast ekki eiga von á að finna neinn á lífi. Lítil börn eru meðal þeirra sem saknað er.

Samkvæmt AP fréttaveitunni mældist úrkoman tæpir 28 sentímetrar á sex tímum suðvestur af Houston í nótt.

Umfang manntjóns og skemmda liggur enn ekki fyrir. Rafmagn fór af stórum hlutum Houston í morgun, stíflur hafa brotnað og ríkisstjóri Texas sagði að vatnið hefði fellt tré eins og um gras væri að ræða.

Hér fyrir neðan má sjá fréttir og myndbönd frá Bandaríkjunum.

TEXAS FLOODING: The Blanco River in Texas reached record highs on Saturday, May 23, as heavy rain triggered flash...

Posted by FB Newswire on Sunday, May 24, 2015



Fleiri fréttir

Sjá meira


×