Erlent

Gífurleg eyðilegging eftir fellibyl

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Íbúar þessa húss voru hætt komnir þegar stærðarinnar tré féll næstum því á húsið þeirra.
Íbúar þessa húss voru hætt komnir þegar stærðarinnar tré féll næstum því á húsið þeirra. Fréttablaðið/AP
Íbúar í bænum Revere í Massachusetts í Bandaríkjunum standa nú í hreinsunarstarfi eftir að fellibylur olli miklum skemmdum á heimilum og eignum fólks í bænum á mánudag.

Yfirvöld í bænum segja það mestu mildi að enginn hafi slasast alvarlega. Smávægileg meiðsl urðu á fólki. Lítið barn slasaðist þegar glerbrot á flugi lenti á því.

„Enginn hefur séð eyðileggingu líka því sem við sáum nú í morgun,“ sagði bæjarstjóri Revere, Dan Rizzo. „65 byggingar voru mikið eyðilagðar, þar af þrettán sem ekki er lengur hægt að búa í.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×