Lífið

Giftir menn áreittu unga konu sem auglýsti bíl til sölu: „Ég skal fylla á bílinn ef ég fæ að fylla á þig í leiðinni“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arna Ýr er 19 ára.
Arna Ýr er 19 ára. vísir
„Því miður þurfti ég að vera inn á myndinni, sem alveg fór með þessa grúppu, segir Arna Ýr Jónsdóttir, 19 ára kona, í Morgunþættinum á FM957 en hún auglýsti bíllinn sinn til sölu á Facebook-síðunni Brask og brall þann 23. maí.

Eftir að auglýsingin birtist fékk hún dónaleg einkaskilaboð þar sem henni var meðal annars boðin greiðsla, ef kynlíf myndi fylgja með.

DV greindi fyrst frá málinu. Arna var sjálf með á myndinni af bílnum sem hún auglýsti.

Hafði meiri áhuga eftir að hann sá mig á húddinu

„Ég útskýrði í auglýsingunni að ég væri ekki með betri mynd af bílnum þar sem ég var að heiman og ætlaði bara að athuga hvort það væri áhugi fyrir bílnum áður en ég setti hann á sölu. Þetta byrjaði á því að einn maður sagðist ekki hafa áhuga á Yaris en eftir að hann sá mig sitjandi á húddinu þá hefði hann miklu meiri áhuga.“

Arna segir að eftir það hafi fleiri tekið undir.

„Einn bauð eina milljón í mig og bílinn. Síðan fóru að koma einkaskilaboð og einn sagði t.d. „Ég skal fylla á bílinn ef ég fæ að fylla á þig í leiðinni.“ Hann var bókstaflega að bjóða mér að fá mig fyrir átta þúsund krónur.

Spurði hvort hann mætti koma til að prufukeyra mig

Einu manneskjurnar sem voru í raun að bjóða í bílinn á síðunni voru konur.

„Til að byrja með var þetta allt í lagi, því þetta byrjaði svo rólega. En þegar þetta fór að koma í einkaskilaboðum þá var ég eiginlega bara í sjokki. Þeir eru giftir og upp í 75 ára gamlir. Einn þeirra hringdi í mig og spurði hvort hann mætti koma til að prufukeyra mig,“ segir Arna og bætir við að kærasta hennar hafi ekki þótt þetta fyndið.

„Bróðir minn var samt verri og skrifaði harðorðar athugasemdir til þessara manna inn á síðuna. Ég varð smá stressuð þegar þeir fóru að segjast ætla koma til mín. Ég ætti kannski bara að senda konunum þeirra þessi skilaboð.“

Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Örnu. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×