Enski boltinn

Gianfranco Zola mættur aftur til Chelsea

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Zola átti margar góðar stundir í búningi Chelsea
Zola átti margar góðar stundir í búningi Chelsea
Chelsea goðsögnin Gianfranco Zola verður aðstoðarþjálfari liðsins og mun starfa náið með landa sínum, Maurizio Zarri, sem tók nýverið við stjórnartaumunum á Stamford Bridge.

Zola er í miklum metum hjá stuðningsmönnum Chelsea eftir að hafa leikið með Lundúnarliðinu frá 1996-2003. Hann skoraði 59 mörk í 229 leikjum og tryggði liðinu meðal annars einn Evróputitil í Evrópukeppni bikarhafa 1998.

„Þetta er stórkostlegt fyrir mig. Ég er tilbúinn að leggja mjög hart að mér og mun gera allt til þess að við Maurizio (Sarri) verðum sigursælir. Ég mun gera mitt besta, líkt og ég gerði þegar ég var leikmaður hér,“ segir Zola.

Hinn 52 ára gamli Zola hefur farið nokkuð víða á þjálfaraferlinum og meðal annars stýrt West Ham United, Watford og Birmingham.

Chelsea heimsækir Huddersfield í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar laugardaginn 11.ágúst næstkomandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×