Lífið

Ghetto betur: Borgarstjóri, rappari, Stuðmaður eða skopteiknari fela lík

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Ekkert athugavert á seyði hérna... Bent og borgarstjórinn gripnir með lík fyrir utan Hjallastefnuna.
Ekkert athugavert á seyði hérna... Bent og borgarstjórinn gripnir með lík fyrir utan Hjallastefnuna. Vísir/Ghetto Betur
Það kom greinilega í ljós í fjórða þætti Ghetto Betur að ef fela þarf lík í Reykjavíkurborg þá eru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, Ágúst Bent rappari, Jakob Frímann Stuðmaður eða Hugleikur Dagsson myndlistarmaður líklegast ekki réttu mennirnir til þess að hafa samband við.

Í þættinum kepptu lið Árbæjar- og miðbæjarhverfis og bæði liðin enduðu á stöðum sem eru iðulega mjög fjölsóttir fólki daglega. 

Köstuðu perlu fyrir svín

Lið miðbæjarins (Jakob Frímann og Hugleikur) enduðu í Húsdýragarðinum til þess að „kasta perlum fyrir svín,“ eins og Jakob orðaði það. Líkinu var draslað yfir grindverkið og svo togað inn í svínastíuna til þess að gefa dýrunum. Margir gestir húsdýragarðsins urðu vitni að atburðinum.

Atriðið má sjá hér fyrir neðan;

Góð hugmynd, slæm útfærsla

Lið Árbæjarhverfis fékk betri hugmynd og ákvað að grafa líkið í Öskjuhlíð. Byrjað var á því að stoppa í Húsasmiðjunni að kaupa skóflur. Því næst var rokið af stað upp í Öskjuhlíð. En þar fór framkvæmdin út um þúfur.

Fyrsta stopp var fyrir framan leikskóla þar sem borgarstjórinn og Bent hófu að grafa holu hjá bílaplaninu í sjónlínu við móður og barn.

Borgarstjórinn og Bent enduðu því á Nauthólsvík þar sem líkið var „grafið“ í sandinn. Vinnubrögðin voru slík að þeir eru líklega á leiðinni í steininn.

Atriði má sjá hér fyrir neðan;


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×