Lífið

Geysir gaus í ánni Spree í Berlín

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mikil stemning fyrir okkar fólki í Berlín.
Mikil stemning fyrir okkar fólki í Berlín. vísir
Ísland Pop Art Pop-Up Festivalið í Berlín hófst 12.júlí með þjóðlegum og glæsilegum hætti þegar Geysir gaus í ánni Spree og hafa þýskir fjölmiðlar sýnt sýningunni gríðarlega mikinn áhuga.

Margir þekktir íslenskir listamenn taka þátt í hátíðinni og má þar nefna; Einar Örn Benediktsson, Ingvar Björn, Odee, Hjalti Parelius og Spessi ásamt tónlistarfólkinu DJ Myth, Prince Hekla, Cryptochrome, Mike Hunt, LaFontaine, M-Band, KSF og Hide Your Kids.

Tekin verður upp heimildarmynd um þessa hátíð og verður hún unnið af Keen Dager Productions.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×