Erlent

Getur haldið grunuðum brotamönnum í mánuð án ákæru

Atli Ísleifsson skrifar
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti. Vísir/AFP
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur nú framlengt heimild lögreglu til að halda grunuðum brotamönnum í varðhaldi án ákæru, úr einni viku í þrjátíu daga.

Þetta gerir forsetinn í skjóli yfirlýsts neyðarástands í landinu, sem tók gildi nú fyrir helgi og veitir honum og ríkisstjórninni heimild til að fara fram hjá bæði þingi og dómsstólum við setningu laga til að uppræta meinta óvini ríkisins.

Forsetinn hefur einnig fyrirskipað að eitt þúsund einkaskólum verði lokað og tólf hundruð félagasamtök lögð niður vegna gruns um tengsl þeirra við klerkinn Fethullah Gülen sem er í sjálfsskipaðri útlegðí Bandaríkjunum.

Tyrklandsstjórn sakar Gülen um að standa að baki misheppnaðri valdatilraun í landinu fyrr í mánuðinum.

Að minnsta kosti 60 þúsund opinberum starfsmönnum hefur veriðýmist vísað frá störfum eða þeir handteknir í hreinsunum Tyrklandsforseta. Rúmur helmingur þessa hóps tilheyrir menntastétt, það er kennarar, háskólaprófessorar og starfsmenn menntamálaráðuneytisins. Fimmtán háskólum hefur einnig verið lokað.

Una Sighvatsdóttir fréttamaður er í Istanbúl og verður með innslag í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.


Tengdar fréttir

Tæki dauðarefsingu fram yfir ESB-aðild

Erdogan Tyrklandsforseti virðist staðráðinn í að brjóta hreyfingu Fetúllas Gülen á bak aftur og kennir henni um valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi.

Lið Erdogans fer hamförum

Um fimmtíu þúsund manns hafa verið handteknir eða reknir úr starfi í Tyrklandi. Fræðimönnum er bannað að yfirgefa landið. Lokað fyrir Facebook eftir að Wikileaks birti tölvupósta frá flokki Erdogans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×