Enski boltinn

Getum ekki keppt við City | „Tilboðið þeirra er galið“

Kristinn Páll Teitsson skrifar
De Bruyne var á dögunum valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar.
De Bruyne var á dögunum valinn besti leikmaður þýsku deildarinnar. Vísir/Getty
Yfirmaður knattspyrnudeildar Wolfsburg segir að félagið geti ekki keppt við það sem Manchester City sé að bjóða belgíska miðjumanninum Kevin De Bruyne og virðist hafa gefist upp á þeirri von að halda leikmanninum.

Samkvæmt heimildum SkySports hafa félögin komist að samkomulagi um kaupverðið en enn á eftir að ganga frá litlum atriðum í samningnum.

Ræddu félögin meðal annars saman í Mónakó í gær þar sem forráðamenn liðanna voru mætt til þess að fylgjast með drættinum í Meistaradeildinni.

Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því að upphæðin geti farið upp í 74 milljónir evra og að De Bruyne fái 200.000 pund á viku hjá Manchester City.

Klaus Allofs, yfirmaður knattspyrnudeildar Wolfsburg, segir að tilboðið sé bilun og að Wolfsburg geti ekki keppt við það.

„Hann fékk tilboð frá Manchester City sem er gjörsamlega galið, við getum ekkert keppt við það. Við þurftum að byrja viðræður við þá um félagsskiptin. Ég væri helst til í að hafa hann áfram og ég útiloka ekki að hann verði hjá félaginu áfram. Vonandi kemur lausn í þetta í dag eða á morgun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×