Lífið

Geta unnið skoðunarferð með Game of Thrones-leikara um Ísland

Birgir Olgeirsson skrifar
Nikolaj Coster-Waldau og Jerome Flynn í Game of Thrones.
Nikolaj Coster-Waldau og Jerome Flynn í Game of Thrones. IMDB
Game of Thrones-leikarinn Jerome Flynn mun leiða heppna aðdáendur um tökustaði þáttanna hér á landi. Greint er frá þessu á vef alþjóðlegu hvalfriðunarsamtakanna Whale and Dolphin Conservation sem stendur fyrir þessu uppátæki þar sem markmiðið er að afla fjár fyrir samtökin og vekja athygli á málstaðnum.

Flynn leikur Bronn í Game of Thrones og segist leikarinn vera hvalfriðunarsinni. „Ég er spenntur fyrir því að fá að hjálpa samtökunum og bjóða einhverjum á nokkra tökustaði Game of Thrones í þessu fallega landi,“ segir Bronn í tilkynningu á vef samtakanna um málið.

Vinningshafi happdrættisins má bjóða einum með sér í ferðina en þar verða ekki aðeins tökustaðir Game of Thrones skoðaðir heldur verður einnig farið í hvalaskoðunarferð.

Til að taka þátt í happdrættinu þarf að lágmark að styrkja samtökin um tíu dollara. Vinningshafinn fær ferðalög og gistingu greidda og ef vinningshafinn kemur auga á háhyrning sem enn hefur ekki fengið nafn, fær hann að nefna hann. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×