Lífið

Geta nú sótt myndina án samviskubits

Atli Ísleifsson skrifar
Egill segir að kvikmyndagerðarmenn myndarinnar hafi upphaflega viljað gefa myndina út á DVD.
Egill segir að kvikmyndagerðarmenn myndarinnar hafi upphaflega viljað gefa myndina út á DVD. Vísir/Arnþór
Egill Einarsson, einnig þekktur sem Gillz, segist nú ætla að bjóða landsmönnum að sækja myndina Lífsleikni Gillz endurgjaldslaust. Í færslu á Facebook segist hann hafa ákveðið að gefa þjóðinni „smá hressleika í jólagjöf“.

Hægt er að streyma eða niðurhala myndinni á síðunni lifsleiknigillz.is. „Eins og alþjóð veit var Lífsleikni ein vinsælasta kvikmyndin á árinu 2014 og því hef ég ákveðið að gefa íslensku þjóðinni myndina mína. Það var mikið af hæfileikaríku fólki sem kom að gerð myndarinnar og er ég gríðarlega stoltur af henni,“ segir Egill.

Hann segir að þeir hafi upphaflega viljað gefa myndina út á DVD „en því miður fyrir aðdáendur DVD er það format á verulegu undanhaldi og því var ákveðið að fara þessa leið.

Þeir sem hefðu halað myndinni ólöglega niður geta núna gert það samviskulaust með bros á vör. Það er einlæg ósk mín að halda áfram á sömu braut og þið sem hefðuð keypt myndina eða niðurhalað henni geta sameinast og gert mér mögulega kleift að búa til nýtt efni með því að leggja inná reikning sem er gefinn upp á heimasíðunni Lífsleiknigillz.is.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×