Innlent

Gestir þjóðhátíðar undrast ákvörðun lögreglustjórans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gestir þjóðhátíðar sem fréttamaður ræddi við í Vestmannaeyjum eru sammála um að upplýsa eigi fjölmiðla um kynferðisbrot og undrast ákvörðun lögreglustjórans þar í bæ um að banna slíkt.

„Fáránlegt. Mér finnst að það eigi að segja frá þessu. Miðað við hvað fólk hefur verið að opna á þessa umræðu þá á að tala um þetta,“ segir Katrín María Karlsdóttir en hún er ein þeirra sem rætt var við í Eyjum.

Tekinn var púlsinn á gestum þegar þeir mættu til Eyja úr Herjólfi í gær.


Tengdar fréttir

Lögreglustjórinn stendur við þögn um kynferðisbrot

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum stendur við ákvörðun sína um bann við upplýsingum til fjölmiðla um möguleg kynferðisbrotamál á þjóðhátíð. Talskona Stígamóta segir það valda sérstökum áhyggjum að lögreglustjórinn hafi ekki betri skilning á eðli kynferðisbrota og hvernig beri að fara með þau.

#Þöggun

Hefur lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum í alvöru skilið skilaboð samfélagsins síðustu misseri með þeim hætti að verið sé að kalla eftir minni umræðu og upplýsingum um kynferðisbrot?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×