Lífið

Gestir og gangandi skissuðu saman á Hönnunarmars

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vöruhönnuðurnir Auður Inez Sellgren og Harpa Hrund Pálsdóttir aðstoðuðu áhugasama gesti við teiknivinnuna.
Vöruhönnuðurnir Auður Inez Sellgren og Harpa Hrund Pálsdóttir aðstoðuðu áhugasama gesti við teiknivinnuna. Arnaldur Halldórsson
Það hefur verið líflegt í höfuðstöðvum Arion banka við Borgartún í dag þar sem fjölmargir gestir hafa komið og skilið eftir skissur og teikningar á stórum pappírsrenningi sem liggur eftir endilöngu gólfinu í hjarta byggingarinnar.

Viðburðurinn kallast Skissum saman og er hluti af HönnunarMars sem er í fullum gangi um alla borg um helgina.

Á sama tíma var opnuð í bankanum sýningin Hús í myndlist, sem er ferðalag um króka og kima húsagerðarlistarinnar með nýjum og óvæntum sjónarhornum en meðal þeirra sem eiga þar verk eru Ólafur Elíasson, Birgir Andrésson, Katrín Sigurðardóttir, Kjarval og Hrafnkell Sigurðsson.

Nánar má kynna sér dagskrá Hönnunarmars á vefsíðu hátíðarinnar.

Auður Inez til vinstri að leggja línurnar með Högnu Þóroddsdóttur og Snæfríði Blæ Tindsdóttur.Arnaldur Halldórsson





Fleiri fréttir

Sjá meira


×