Lífið

Gestir Aldrei í stuði

Snærós Sindradóttir skrifar
Grísalappalísa
Grísalappalísa VÍSIR/Snærós
Seinna kvöld Aldrei fór ég suður er hafið og fer vel af stað. Þrátt fyrir að kalt sé í veðri þá skemmta Ísfirðingar og gestir sér vel. 

Lína Langsokkur gladdi yngstu kynslóðina í upphafi kvölds. Síðan þá hafa stigið á stokk Lón, Markús and the Diversion Sessions, Solar og Kaleo sem tóku sumarsmell síðasta árs Vor í Vaglaskógi. 

Grísalappalísa trylltu mannskapinn með tónlist sinni og ótrúlegri sviðsframkomu. 

Snorri HelgasonVÍSIR/Snærós
Snorri Helgason kom fram með hljómsveit sinni og vakti mikla lukku.

Highlands þreyttu frumraun sína á Aldrei fór ég suður. Logi Pedro, lagahöfundur sveitarinnar, þakkaði sérstaklega heimamönnum sem hafa verið duglegir að gefa honum far á hátíðum síðustu ára. 

Í kvöld stíga svo á stokk Helgi Björnsson, Retro Stefson, Hjaltalín og Sólstafir. Það verður áfram mikið stuð á Aldrei fór ég suður. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×