Innlent

Gervihnettir nýtist til verndunar

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson ræddi mögulegt samstarf íslenskrar útgerðar við Google.
Ólafur Ragnar Grímsson ræddi mögulegt samstarf íslenskrar útgerðar við Google. Vísir/Valli
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flutti ræðu á hafráðstefnu vefrisans Google sem haldin var í höfuðstöðvum fyrirtækisins á miðvikudag.

Fjallað var um verndun auðlinda hafsins, nýtingu upplýsingatækni til eflingar sjálfbærra fiskveiða og hvernig styrkja megi eftirlit með veiðum og vinnslu.

Jafnframt eru á ráðstefnunni rakin ýmis dæmi um árangursríkar aðgerðir á þessu sviði. Rætt var hvernig stuðla mætti að samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs í þágu hafverndunar, bæði innan og utan efnahagslögsögu einstakra landa.

Ýmsir stjórnendur Google, sérfræðingar, vísindamenn og tæknifræðingar víða að úr veröldinni sóttu ráðstefnuna.

Í ræðu sinni sagði Ólafur Ragnar mikilvægt að varðveita sjávarauðlindir á norðurslóðum. Þá ræddi hann einnig samstarf við Google um beitingu gervihnatta í því skyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×