Innlent

Gert við minningarbekk um Mótmælanda Íslands

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Minningarbekkurinn Helgi Hóseasson skipar þann heiðurssess að vera nefndur Mótmælandi Íslands.
Minningarbekkurinn Helgi Hóseasson skipar þann heiðurssess að vera nefndur Mótmælandi Íslands. vísir/gva
Minningarbekkur um Helga Hóseasson á Langholtsvegi hefur verið tekinn burt um stundarsakir til að hressa upp á útlitið á honum.

Helgi Hóseasson stóð meðan honum entist aldur löngum stundum með mótmælaspjöld á Langholtsvegi, nærri heimili sínu. Helgi mótmælti því meðal annars að hvorki þjóðkirkjan né ríkið fékkst til að viðurkenna að hann vildi rifta skírn sinni og fermingu. Hann lést haustið 2009 án þess að fá þessa riftun skrásetta.

Árið eftir andlát Helga komu einkaaðilar fyrir minningarbekk um þennan frægasta mótmæla Íslandssögunnar á lóð hússins á Langholtsvegi 84.

Bekkurinn mun nú verða yfirfarinn og settur aftur á sinn stað innan tíðar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 31. maí 

Helgi Hóseasson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×