Innlent

Gert var ráð fyrir auknum launakostnaði

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi reiknað með auknum launakostnaði í kringum Evrópumótið í fótbolta hvort sem það yrðu ráðnir fleiri starfsmenn eða núverandi starfsmenn fengju aukamánuð greiddan vegna álags sem fylgdi mótinu.

Í gær sagði Fréttablaðið frá því að KSÍ hefði samþykkt að greiða formanninum einnig slíkar greiðslur. 

„Ég gerði tillöguna um launauppbótina og síðar bar Gylfi [Orrason, formaður fjárhagsnefndar KSÍ, innsk. blm.] upp tillögu um formanninn. Þá vék ég af fundinum. Ég gat ekki borið fram tillögu um sjálfan mig,“ segir Geir.

„Heimildirnar fyrir þessum greiðslum eru í fjárhagsáætlun sambandsins frá ársþinginu,“ sagði hann.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×