Innlent

Gert ráð fyrir að Hringrás flytji fyrir lok næsta árs: „Þetta er staðsetning sem er barns síns tíma“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Svona var umhverfis á athafnasvæði Hringrásar eftir bruna 2011.
Svona var umhverfis á athafnasvæði Hringrásar eftir bruna 2011. Vísir/Vilhelm
Reiknað er með að Hringrás flytji starfsemi sína úr Klettagörðum fyrir lok árs 2017 eftir að Faxaflóahafnir samþykktu að segja upp lóðaleigusamningi fyrirtækisins í morgun. Þetta segir hafnarstjóri Faxaflóhafna.

„Þetta er staðsetning sem er barns síns tíma og það er nauðsynlegt að fyrirtækið finni sér nýja starfstöð. Í samþykktinni sem var gerð er gert ráð fyrir að verði flutt burt í lok árs 2017,“ segir Gísli Gíslason hafnarstjóri um ástæður þess að ákveðið var að segja upp samningnum.

Gísli Gíslason er til hægri á myndinni.mynd/reykjavíkurborg
Að minnsta kosti þrír brunar hafa orðið frá árinu 2004 á athafnasvæði Hringrásar. Íbúar á Laugarnesinu eru margir hverjir ósáttir við að starfsemi Hringrásar sé enn til staðar við Klettagarða.

Gísli segir að lóðin sé orðin of lítil miðað við það magn sem er að berast en starfsemi svipuð þeirri og Hringrás hefur verið með hefur verið starfrækt á svæðinu frá árinu 1970.

„Nú er staðan orðin sú að lóðin er of lítil miðað við það magn sem er að berast. Hins vegar er ekki hægt að tryggja öryggi aðliggjandi byggðar. Með athugun og skoðun hjá slökkviliðinu er óhjákvæmilegt að grípa til þessa ráðstafana,“ segir Gísli.


Tengdar fréttir

Vilja Hringrás burt

Mildi þótti að vindur var lítill og vindátt var hagstæð þegar eldur kom upp á athafnasvæði Hringrásar við Klettagarða í gærkvöldi.

Starfsemi Hringrásar stöðvuð

Í ljós kom að fyrirtækið brýtur gegn starfsleyfi með því að geyma of mikið efni á vinnusvæði sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×