Viðskipti innlent

Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna

ingvar haraldsson skrifar
Panama-skjölin eru gagnaleki úr tölvukerfi lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca.
Panama-skjölin eru gagnaleki úr tölvukerfi lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca. NORDICPHOTOS/AFP
Fjármálaeftirlitið hefur sent út dreifibréf á fjármálafyrirtæki, lífeyrissjóði og vátryggingafélög þar sem hvatt er til þess að farið verði yfir hagsmunaskráningu stjórnenda og starfsmanna þeirra.

Framkvæmdastjórar Stapa lífeyrissjóðs og Sameinaða lífeyrissjóðsins létu af störfum í apríl vegna tengsla þeirra við aflandsfélög sem þeir gátu ekki til um í hagsmunaskráningu sinni. Fjallað var um málefni þeirra í Kastljósi, byggt á upplýsingum úr Panama-skjölunum svokölluðu.

Í bréfunum sem FME sendi er bent á að fyrirtækin og lífeyrissjóðirnir verði að gæta að að því álitshnekki sem þau geti orðið fyrir sem einingar tengdar almannahagsmunum.

Þá er einnig bent á að stjórnarmönnum og starfsmönnum lífeyrissjóða sé skylt að tilkynna lífeyrissjóðnum tafarlaust um öll eigin viðskipti sem stjórnarmenn og starfsmenn stofna til og lífeyrissjóðnum beri að halda skrá um eigin viðskipti stjórnarmanna og starfsmanna hans.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×