Innlent

Gert að víkja úr dómssal: Óttast um líf sitt og son

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
"Hún lýsti því að endurupplifa þá skelfingu sem fylgdi því að telja að lífi sínu væri lokið og hún fengi aldrei að sjá son sinn aftur. Sagðist stöðugt hrædd,“ segir á vef Hæstaréttar Íslands.
"Hún lýsti því að endurupplifa þá skelfingu sem fylgdi því að telja að lífi sínu væri lokið og hún fengi aldrei að sjá son sinn aftur. Sagðist stöðugt hrædd,“ segir á vef Hæstaréttar Íslands. vísir/gva
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Vesturlands um að tveimur einstaklingum, sem ákærðir eru fyrir líkamsárás og frelsissviptingu gegn annarri konu, verði vikið úr þinghaldi á meðan hún gefur skýrslu fyrir dómi. Telur konan að nærvera ákærðu gæti haft áhrif á framburð hennar.

Samkvæmt ákæru eru einstaklingunum tveimur gefið að sök að hafa svipt konuna frelsi og reynt að neyða hana til greiðslu fjármuna með því að beita hana líkamlegu ofbeldi og hóta henni líkamlegu ofbeldi. Einnig er þeim gefið að sök að hafa hótað að beita nána vandamenn konunnar ofbeldi.

Konan lýsti því í viðtölum við sálfræðing að eftir árásina sé hún stöðugt hrædd. Hún óttist stöðugt um líf sitt og hræðist að gerendur í árásinni standi við hótanir um að drepa hana ef hún kærði, að því er fram kemur á vef Hæstaréttar. Þá sofi hún illa og fái reglulega martraðir. Hún sagðist endurupplifa „þá skelfingu sem fylgdi því að lífi sínu væri lokið og hún fengi aldrei að sjá son sinn aftur.“

Verjendur ákærðu kröfðust þess að úrskurðinn yrði felldur úr gildi en dómurinn taldi, að virtu fyrirliggjandi vottorði sálfræðings, að úrskurður héraðsdóms yrði staðfestur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×