Enski boltinn

Gerrard leggur landsliðsskóna á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Steven Gerrard þakkar áhorfendum stuðninginn eftir sinn síðasta landsleik.
Steven Gerrard þakkar áhorfendum stuðninginn eftir sinn síðasta landsleik. Vísir/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er hættur að spila með enska landsliðinu. Tilkynning þess efnis birtist á heimasíðu enska knattspyrnusambandsins nú rétt í þessu. Miðjumaðurinn öflugi klæddist enska landsliðsbúningnum í síðasta sinn í 0-0 jafntefli gegn Kosta Ríka á HM í Brasilíu.

Gerrard, sem lék sinn fyrsta landsleik gegn Úkraínu 31. maí árið 2000, mun taka að sér sendiherrastarfs hjá enska knattspyrnusambandinu.

Gerrard, sem er 34 ára, lék alls 114 landsleiki fyrir England, en hann er þriðji leikjahæsti leikmaðurinn í sögu enska landsliðsins, á eftir Peter Shilton (125) og David Beckham (115).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×