Enski boltinn

Gerrard heiðraður af borgaryfirvöldum í Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gerrard átti magnaðan feril með Liverpool.
Gerrard átti magnaðan feril með Liverpool. vísir/getty
Steven Gerrard, fyrrum leikmaður Liverpool til fjölda ára og fyrirliði félagsins, verður sæmdur mestu orðu sem borgaryfirvöld í Liverpool geta veitt almennum borgara, „Freedom of the City of Liverpool“.

Gerrard fær verðlaunin fyrir framlag hans til knattspyrnunnar á bæði innlendum vettvangi og erlendum auk vinnu hans á vettvangi góðgerðarmála í borginni.

„Ég er orðlaus,“ sagði Gerrard um útnefninguna en athöfnin mun fara fram síðar á þessu ári.

Gerarrd spilaði alls 710 leiki fyrir Liverpool en lagði skóna á hilluna í haust eftir að hafa verið í eitt og hálft ár hjá LA Galaxy í Bandaríkjunum.

„Liverpool er mín heimaborg og að fá slíka viðurkeninningu gerir mann orðlausan. Að leiða bara hugann að því að maður fái svona viðurkenningu gerir mann afar auðmjúkan og auðvitað afar stoltan,“ sagði hann enn fremur.

Joe Anderson, borgarstjóri Liverpool, sagði að allir borgarbúar væru sammála um að Gerrard væri frábær fulltrúi borgarinnar, hvort sem þeir styðja Liverpool eða Everton.

Meira má lesa um málið í frétt á vef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×