Enski boltinn

Gerrard: Tími til að bretta upp ermarnar

Þetta tímabil hefur reynt á Gerrard.
Þetta tímabil hefur reynt á Gerrard. vísir/getty
Fyrir ári síðan lék allt í lyndi hjá Liverpool en nú er farið að gefa á bátinn á Anfield.

Að missa Luis Suarez til Barcelona og Daniel Sturridge í meiðsli hefur ekki hjálpað Liverpool en að sama skapi hafa aðrir leikmenn ekki stigið upp.

Liverpool á leik gegn Arsenal um helgina og Steven Gerrard, fyrirliði liðsins, veit að liðið mun tapa þar ef það bætir ekki sinn leik.

„Það vita allir að við töpum ef við bætum okkur ekki. 'I fyrra vorum við með Suarez og Sturridge. Menn sem gátu gengið frá leikjum á 20 mínútum. Þetta er öðruvísi núna," sagði Gerrard en hans lið er í 11. sæti deildarinnar einum 18 stigum á eftir toppliði Chelsea.

„Þeir tveir komu að 60-70 prósent marka okkar á síðustu leiktíð. Öll lið í heiminum myndu finna fyrir því að missa slíka menn.  Á svona tímapunkti kemur í ljós úr hverju aðrir leikmenn eru gerðir. Það er kominn tími til þess að bretta upp ermarnar og berjast fyrir félagið. Við verðum að rétta okkar hlut og það sem fyrst."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×