Enski boltinn

Gerrard: Sterling getur orðið eins og Torres og Owen

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Raheem Sterling.
Raheem Sterling. vísir/getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, vill ólmur að ungstirnið Raheem Sterling gangi frá nýjum samningi við félagið og spili með liðinu framtíðinni.

Þessi magnaði tvítugi framherji er í samningaviðræðum við Liverpool sem vill borga honum 70.000 pund á mánuði næstu fimm árin, en mörg af stærstu félögum heims fylgjast spennt með framvindu mála.

„Þetta félag er fullkomið fyrir hann, sérstaklega fyrir næstu ár. Hann mun spila nánast alla leiki og stuðningsmennirnir elska hann,“ segir Steven Gerrard.

„Hann getur bætt sig og orðið frábær leikmaður hérna þannig ég vona að fólkið í kringum hann gefi honum góð ráð. Hann ætti ekki að fara neitt.“

„Það er frábært að horfa á hann spila og enn betra að spila með honum. Þegar maður horfir fram völlinn er hann alltaf að reyna að búa til eitthvað fyrir þig. Ég hef þrifist á því á mínum ferli með menn í framlínunni á borð við Fernando Torres og Michael Owe. Raheem getur orðið þannig leikmaður,“ segir Steven Gerrard.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×