Enski boltinn

Gerrard: Ég fékk líka knús frá Klopp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gerrard fylgist með leik Liverpool gegn Crystal Palace.
Gerrard fylgist með leik Liverpool gegn Crystal Palace. Vísir/Getty

Jürgen Klopp hefur vakið gríðarlega athygli eftir að hann tók við stjórastöðunni hjá Liverpool og leikmenn virðast hafa tekið honum opnum örmum.

Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, var gestur í myndveri BT Sport á Englandi í gær en Liverpool vann þá 2-1 sigur á Bordeaux í Evrópudeild UEFA.

Gerrard var spurður hvort hann hafi hitt Klopp og hvort að hann hafi fengið eitt af frægu faðmlögum hans. „Ég fékk reyndar eitt sjálfur,“ sagði Gerrard og hló. „Þau eru mjög fín. Hann lætur mann líða vel.“

Sjá einnig: Gerrard mætir á æfingar í næstu viku

Gerrard segir að áhugi Klopp sé afar smitandi og að hann láti leikmenn líða vel. „Ég er sjálfur fyrrverandi leikmaður en samt leið mér virkilega vel eftir að ég kom af skrifstofunni hans.“

„Þetta er það sem hann hefur fært félaginu. Hann hefur lyft því öllu á annað plan, bæði fyrir alla hjá félaginu og stuðningsmennina. Liðið er líka að spila virkilega vel undir hans stjórn.“

Hann segir að þrátt fyrir að Klopp sé vinalegur og vilji öllum vel séu æfingarnar hans vel skipulagðar og að hann krefjist mikils af leikmönnum sínum. „Það er alveg skýrt hvað hann vill að leikmenn geri, hvernig hann vill að leikmenn pressi, á hvaða tímapunkti og á hvaða svæði. Það er áhugavert að sjá og ég hlakka til að sjá hvernig liðið þróast undir hans stjórn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×