Erlent

Gerðu misheppnaða tilraun til að bjarga Foley

James Foley var myrtur af meðlimum Íslamsks ríkis.
James Foley var myrtur af meðlimum Íslamsks ríkis.
Bandarísk stjórnvöld hafa greint frá því að nýverið hafi verið skipulögð leynileg sendiför sérsveitamanna til Sýrlands til þess að freista þess að fresla bandaríska gísla sem eru í höndum íslamskra öfgamanna.

Tilraunin misheppnaðist en Fréttamaðurinn James Foley, sem vígamennirnir myrtu á dögunum, var á meðal gíslanna sem reynt var að bjarga. Þegar kom á daginn voru gíslarnir ekki á þeim stað sem sérsveitarmennirnir, sem skiptu tugum, réðust á.

Í myndbandi af aftöku Foley sem samtökin Íslamskt ríki sendu frá sér er því hótað að fleiri Bandaríkjamenn verði aflífaðir á næstunni, láti stjórnvöld ekki af hernaðaraðgerðum gegn samtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×