Erlent

Gerðu loftárásir á vígamenn í Írak

Bandaríkjamenn hafa síðustu tvo daga gert harðar loftárásir á bækistöðvar Hins íslamska ríkis í Írak nálægt Sinjar fjalli suðvestur af höfuðborginni Bagdad. Þetta eru fyrstu árásirnar sem gerðar eru eftir að Obama forseti lýsti því yfir að gefa þyrfti í í baráttunni við vígamennina sem nú ráða stórum svæðum í Írak og í Sýrlandi.

Árásirnar voru gerðar til þess að gera írsakska hernum auðveldara fyrir í baráttunni á jörðu niðri. Írakar eru hinsvegar ósáttir við Bandaríkjamenn sem komu í veg fyrir að Írönum yrði boðið á ráðstefnu í París í gær þar sem fjallað var um hvernig taka skyldi á vígasveitunum, en Írakar sjá Írani sem mikilvæga bandamenn í barátunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×