Innlent

Gerðu lista yfir veikleika í fjárlögum ársins

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar.
Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar. Vísir / Anton
Fjárlaganefnd kallaði fulltrúa flestra ráðuneyta á sinn fund eftir að hálfs árs uppgjör ríkisins lá fyrir og krafðist skýringa á frávikum frá áætlunum. Sérstök skýrsla hefur verið gerð um veikleika í rekstri ríkisins þar sem meðal annars kemur fram að í of mörgum tilfellum liggi ekki fyrir áætlun um aðgerðir til þess að færa útgjöldin að ramma fjárlaga.

Mikill munur var í nokkrum tilfellum á áætlunum og fjárútlátum þó að heildarfrávik hafi verið jákvætt um tæpa tvo milljarða. Rekstrargjöld voru 5,4 milljörðum hærri en fjárheimildir segja til. Þar munar mest um fjármagnstekjur og lífeyrisskuldbindingar.

Í skýrslu fjárlaganefndar er sérstaklega bent á að fyrirséð hafi verið að verulegur halli yrði á sjúkratryggingum í ársbyrjun en að þrátt fyrir það hafi ekki verið gripið til aðgerða. Þá segir í skýrslunni að nefndin hafi ekki verið upplýst um fyrirætlanir um að færa gjöldin að ramma fjárlaga.

Nefndin gerir einnig að umtalsefni að engar greinargóðar upplýsingar hafi fengust um ástæður hallareksturs Landspítalans né aðhaldsaðgerðir vegna hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×