Lífið

Geraldine McEwan látin

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
McEwan fékk heilablóðfall í lok október á síðasta ári og lagðist inn á spítala í kjölfarið.
McEwan fékk heilablóðfall í lok október á síðasta ári og lagðist inn á spítala í kjölfarið. Vísir/Getty
Breska leikkonan Geraldine McEwan lést í gær, 82 ára að aldri.

Hún var hvað þekktust fyrir að leika njósnarann fröken Marple í vinsælum þáttum sem gerðir voru eftir bókum Agöthu Christie. Hún fór með hlutverk fröken Marple á árunum 2004-2009.

McEwan átti langan og farsælan feril sem leikkona í sjónvarpi, kvikmyndum og leikhúsi. Hún hlaut meðal annars sjónvarpsverðlaun BAFTA sem besta leikkonan árið 1991 fyrir hlutverk sitt í þáttunum Oranges Are Not The Only Fruit.

Í yfirlýsingu frá fjölskyldu hennar kom fram að McEwan fékk heilablóðfall í lok október á síðasta ári og lagðist inn á spítala í kjölfarið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×