Bíó og sjónvarp

Gera sjónvarpsþætti um ungan Sheldon

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Jim Parsons í hlutverki sínu sem Sheldon Cooper.
Jim Parsons í hlutverki sínu sem Sheldon Cooper. vísir/getty
CBS mun á næstunni hefja framleiðslu á sjónvarpsþáttunum „Young Sheldon“ eða „Ungi Sheldon“ en um er að ræða svokallaða „spinoff“-þætti af hinum vinsælu þáttum „Big Bang Theory.“ Einn ástsælasti karakter þáttanna er einmitt umræddur Sheldon sem leikinn er af Jim Parsons.

Nýi þátturinn, sem hugarsmíð þeirra Chuck Lorre og Steven Molaro, segir frá Sheldon Cooper þegar hann er níu ára gamall í Austur-Texas þar sem hann gengur í skóla. Með hlutverk hins unga Sheldon fer Iain Armitage en fyrsti þátturinn í seríunni verður frumsýndur næsta vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×