Lífið

Gera myndband með Zebra Katz

Júlíana Einarsdóttir skrifar
Þeir Helgi, Atli og Hörður stofnuðu framleiðslufyrirtækið Refur Creative.
Þeir Helgi, Atli og Hörður stofnuðu framleiðslufyrirtækið Refur Creative.
Hörður Sveinsson, ljósmyndari og leikstjóri, vinnur nú að myndbandi við lagið You tell em með tónlistarmanninum og Íslandsvininum Zebra Katz. Tónlistarmaðurinn hefur öðlast vaxandi vinsældir í Bandaríkjunum en hann eyddi síðasta sumri á Íslandi við tökur á myndbandinu. Helgi Jóhannsson leikstýrir myndbandinu ásamt Herði.

Hörður segist vonast til þess að myndbandið verði frumsýnt í næstu viku en lagið er af væntanlegri plötu rapparans. „Við erum búnir að leggja mikla vinnu í verkefnið og nú erum við að leggja lokahönd á eftirvinnslu þess. Við getum ekki beðið eftir því að frumsýna.“

Þeir Hörður Sveinsson, Helgi Jóhannsson og Atli Viðar Þorsteinsson eru með framleiðslufyrirtækið Refur Creative og gerðu þeir meðal annars myndband við lag Unnsteins úr Retro Stefson og Óskarsverðlaunahafans Marketa Irglova. Tvö myndbönd úr smiðju Refur Creative eru tilnefnd til Nordic Music Video-verðlaunanna sem verða afhent í maí.

Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið Tear the House up með Zebra Katz.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×