Erlent

Gera endaþarmsmök refsiverð

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ríkin sem banna sódómu þykja senda skýr skilaboð gegn samkynhneigðum þrátt fyrir að í flestum lagatextum séu samkynhneigðir ekki nefndir beint.
Ríkin sem banna sódómu þykja senda skýr skilaboð gegn samkynhneigðum þrátt fyrir að í flestum lagatextum séu samkynhneigðir ekki nefndir beint. vísir/getty
Öldungadeild ríkisþings Michigan samþykkti á dögunum lög sem banna sódómu sem lagalega séð er skilgreind sem annaðhvort munnmök eða endaþarmsmök. Ef lögin verða samþykkt í neðri deild ríkisþingsins verða viðurlögin við því að stunda sódómu í Michigan allt að 15 ára fangelsi.

Bannið er hluti af lagabálki um dýravernd þar sem það verður gert refsivert að hafa mök við dýr en í lagatextanum er ekki aðeins rætt um að bann við sódómu nái til dýra heldur einnig manna.

Michigan er ekki fyrsta ríkið í Bandaríkjunum til að gera endaþarmsmök manna refsiverð þar sem tólf önnur ríki leggja bann við sódómu, þrátt fyrir að Hæstiréttur Bandaríkjanna hafi árið 2003 dæmt að slíkt bann gangi í berhögg við stjórnarskrá landsins.

Ríkin sem banna sódómu þykja senda skýr skilaboð gegn samkynhneigðum þrátt fyrir að í flestum lagatextum séu samkynhneigðir ekki nefndir beint. Í fjórum ríkjum er þó fólki af sama kyni bannað með lögum að stunda endaþarmsmök, það er í Montana, Kansas, Oklahoma og Texas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×