Lífið

Georg prins heimsækir litlu systur

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Georg prins og Vilhjálmur hertoginn af Cambridge koma á spítalann fyrr í dag.
Georg prins og Vilhjálmur hertoginn af Cambridge koma á spítalann fyrr í dag. Vísir/Getty
Vilhjálmur, hertoginn af Cambridge, sagði fréttamönnum við St Mary‘s spítala að hann væri „mjög hamingjusamur“ með fæðingu dóttur sinnar.

Vilhjálmur yfirgaf spítalann í dag til þess að sækja son sinn, Georg prins. Feðgarnir komu skömmu síðar og veifuðu til blaðamanna og aðdáenda konungsfjölskyldunnar sem bíða fyrir utan dyrnar að Lindo-vængnum þar sem litla prinsessan fæddist.

Samkvæmt upplýsingum frá Kensington-höll heilsast bæði móður og dóttur vel. Ekki hefur enn verið tilkynnt um nafn barnsins. Þá er heldur ekki vitað hvenær fjölskyldan mun koma út af spítalanum og sýna heimsbyggðinni nýjasta konungborna Bretann.


Tengdar fréttir

Prinsessa fædd í London

Katrín, hertogaynja af Cambridge, kom á St Mary's spítalann snemma í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×