Körfubolti

Gentry undir smásjá New Orleans

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gentry gæti verið á leið til New Orleans.
Gentry gæti verið á leið til New Orleans. vísir/Getty
Alvin Gentry, aðstoðarþjálfari Golden State Warriors, er undir smásjánni hjá New Orleans Pelicans sem vill fá hann sem þjálfara liðsins.

New Orleans er í þjálfaraleit eftir að Monty Williams var látinn fara í kjölfar þess að liðinu var sópað út úr fyrstu umferð úrslitakeppninnar af Golden State.

Steve Kerr, þjálfari Golden State, hefur viðurkennt að viðræður hafi átt sér stað milli Gentry og New Orleans.

„Þetta er í góðu lagi. Hann missir ekkert úr vinnu,“ sagði Kerr við blaðamenn fyrir annan leik Golden State og Houston Rockets í úrslitum Vesturdeildarinnar í nótt.

Gentry, sem er sextugur, býr yfir mikilli reynslu af þjálfun í NBA-deildinni en hann hefur verið aðalþjálfari hjá Miami Heat, Detroit Pistons, LA Clippers og Phoenix Suns en hjá síðastnefnda liðinu starfaði hann með Kerr.

New Orleans lenti í 8. sæti Vesturdeildarinnar í vetur og komst í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í fjögur ár.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×