Handbolti

Gensheimer verður liðsfélagi Róberts hjá PSG | Fær Stefán tækifærið?

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Gensheimer í leik með Löwen.
Gensheimer í leik með Löwen. Vísir/Getty
Þýski hornamaðurinn Uwe Gensheimer skrifaði í dag undir þriggja ára samning hjá frönsku meisturunum í Paris Saint-Germain en hann mun ganga til liðs við franska félagið frá Rhein-Neckar Löwen eftir tímabilið.

Gensheimer sem er 28 árs gamall vinstri hornamaður hefur leikið með Rhein-Neckar Löwen allt frá árinu 2003 en hann lék fyrsta landsleik sinn fyrir þýska landsliðið aðeins 21 árs gamall.

Þetta gæti þýtt að Stefán Rafn Sigurmannsson verði í stærra hlutverki á næsta ári en Stefán hefur þurft að vera varaskeifa fyrir Gensheimer hjá Löwen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×