Viðskipti erlent

Gengi pundsins nær sögulegum lægðum

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hlutabréf í breskum bönkum og matvöruverslunum hafa tekið dýfu í morgun.
Hlutabréf í breskum bönkum og matvöruverslunum hafa tekið dýfu í morgun. NordicPhotos/GettyImages
Gengi Sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur haldið áfram að lækka og nemur nú 1,29. Gengi pundsins hefur veikst um fimmtán prósent á tæpum tveimur vikum.

Gengi pundsins hefur ekki verið lægra í rúmlega þrjá áratugi. Eftir að hafa styrkst í síðustu viku hóf gengi pundsins að veikjast á ný í gær. Ástæða þess var meðal annars að Englandsbanki greindi frá því að erfitt yrði að við halda efnahagslegum stöðugleika á næstunni.  

Hlutabréf í breskum viðskiptabönkum lækkuðu í dag. Í morgun lækkaði gengi pundsins niður í 1,28 og lækkuðu hlutabréf í kjölfarið. FTSE 100 vísitalan í Lonodn lækkaði örlítið. Bresk fyrirtæki sem starfa mest á innlendum markaði sem eru í FTSE 250 lækkuðu meira og lækkaði vísitalan um eitt prósent í morgun. 

Gengi bréfa í matvöruverslununum Tesco og Morrisons lækkuðu mikið, eða um 4,9 prósent og 3,4 prósent. 


Tengdar fréttir

Pundið aftur í frjálsu falli

Gengi pundsins féll um eitt prósent eftir að breski seðlabankinn kynnti skýrslu um fjárhagsstöðugleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×