Viðskipti innlent

Gengi hlutabréfa HB Granda lækkaði um rúm fimm prósent

Anton Egilsson skrifar
Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. Vísir/GVA
Gengi hlutabréfa útgerðarfyrirtækisins HB Granda lækkaði um 5,01 prósent í Kauphöll Íslands í 214 milljón króna viðskiptum í dag.

Lækkunina má líklega rekja til þess að HB Grandi tilkynnti í dag þær fyrirætlanir sínar að það fyrirtækið myndi draga verulega úr eða hætta kaupum botnfisks á fiskmarkaði. Samkvæmt tilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag er ástæðan sú að útlit sé fyrir tap af landvinnslu botnfisks og að rekstrarhorfur hafi ekki verið lakari í áratugi.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×