Viðskipti innlent

Gengi bréfa í Marel upp um 4 prósent í morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel. vísir/valli

Gengi bréfa í Marel hefur hækkað um 3,99 prósent í 441 milljóna króna viðskiptum í morgun. Gengi bréfanna hækkaði svo um 11,58 prósent í 1,7 milljarða viðskiptum í gær. Samanlögð hækkun nú í upphafi vikunnar nemur því tæplega sextán prósentum. 

Þessi viðskipti með bréf í Marel má ugglaust rekja til þess að á laugardag var tilkynnt að Marel hefði samþykkt kaup á MPS meat processing systems. Heildar kaupverð (Enterprice Value) er 382 milljónir evra, eða um 54 milljarðar króna. Samhliða tilkynnir Marel um samkomulag um langtíma-fjármögnun á allri samstæðunni að fjárhæð 670 milljónum evra (94 milljörðum króna) á hagstæðum kjörum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×