Viðskipti innlent

Gengi bréfa í Marel upp um 10 prósent

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson er forstjóri Marel.
Gengi bréfa í Marel hefur hækkað um 10,5 prósent í 889 milljóna króna viðskiptum í morgun. Klukkan 11.06 er gengi bréfa í Marel 248 krónur.

Ástæða hækkunarinnar má vafalítið rekja til þess að á laugardaginn var tilkynnt að Marel hefði samþykkt kaup á MPS meat processing systems. Heildar kaupverð (Enterprice Value) er 382 milljónir evra, eða um 54 milljarðar króna. Samhliða tilkynnir Marel um samkomulag um langtíma-fjármögnun á allri samstæðunni að fjárhæð 670 milljónum evra (94 milljörðum króna) á hagstæðum kjörum.

MPS er alþjóðlegt fyrirtæki í framleiðslu á búnaði fyrir fyrsta stig kjötvinnslu. Í tilkynningu sem Marel sendi frá sér á laugardaginn segir að kaupin styðji því við framboð Marel á búnaði fyrir öll stig kjötvinnslu sem leiðir til betri samkeppnisstöðu félagsins í kjötiðnaði á heimsvísu. Engin skörun sé í vörulínu félaganna  tveggja og þá passar alþjóðleg starfsemi félaganna vel saman sem skapar grundvöll fyrir áframhaldandi vöxt og arðsemi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×