Viðskipti erlent

Gengi pundsins að styrkjast á ný

Sæunn Gísladóttir skrifar
Gengi Sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst á ný og nemur nú 1,34.
Gengi Sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst á ný og nemur nú 1,34. Vísir/EPA
Gengi Sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal hefur styrkst á ný og nemur nú 1,34. Gengið var í sögulegu lágmarki á föstudag og mánudag eftir að úrslit Brexit-kosninganna lágu fyrir og ljóst var að Bretland hygðist yfirgefa Evrópusambandið.

Gengi Sterlingspunds gagnvart Bandaríkjadal var 1,32 í gær og hafði þá ekki verið lægra í 31 ár. Gengi pundsins gagnvart íslensku krónunni hafði lækkað um tæp tíu prósent síðastliðinn mánuð.

Gengislækkun getur haft mjög skaðleg áhrif á breskt efnahagslíf. Í viðtali við Vísi í dag benti Konráð S. Guðjónsson, sérfræðingur í greiningardeild Arion banka á að áhrif þess á Íslandi væri fyrst og fremst að kaupmáttur Breta minnkar, bæði þeirra sem kaupa fisk og ferðast til Íslands. „Gengið hefur meiri áhrif á hversu mikið fólk neytir og dvalartíma þeirra, en hefur minni áhrif á það hvort fólk komi til landsins eða ekki," segir Konráð S. Guðjónsson.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×