Innlent

Gellan bar sigur úr býtum

Birta Björnsdóttir skrifar
Þó flestir hafi í gegnum tíðina tjaslað saman einhverju úr Legó-kubbum komast fæstir með tærnar þar sem ungmennin sem fylltu Háskólabíó í dag hafa hælana.

Þar fór nefnilega fram árleg Lego-hönnunarkeppni sem verkfræði- og náttúruvísindasvið og menntavísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir.

Keppendurnir eru á aldrinum 10 til 15 ára og komu víðsvegar að af landinu en liðin áttu meðal annars að forrita vélmenni úr tölvustýrðu Legoi til að leysa ýmsar þrautir sem upp geta komið við náttúruhamfarir.

Sigurvegarar keppninnar var hópur sem kalla sig 0% engla, en hópinn manna þær Æsa, Fríða, Sóllilja, Sara, Guðný Edda, Lára og Heiðrún.

Þó þær séu kannski engir englar er þeim ýmislegt annað gefið því þær hönnuðu tryllitækið sem bar sigur úr býtum. Bílinn kalla þær Gelluna.

Og þær eru hvergi nærri hættar því nú þurfa þær að fara að undirbúa sig fyrir alþjóðlega Lego-hönnunarkeppni sem fram fer á Spáni í maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×