Innlent

Geislavirk efni láku út í Noregi

Atli ísleifsson skrifar
Stöðin var rýmd um leið og upp komst um lekann. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Stöðin var rýmd um leið og upp komst um lekann. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/IFE
Geislavirk efni láku út hjá Orkutæknistofnuninni (Institutt for energiteknikk (IFE)) í Halden í Noregi í dag.

Geislavarnir norska ríkisins segja að um lítið magn geislavirks joðs hafi verið að ræða.

Í frétt Verdens Gang um málið segir að lekann megi rekja til tæknibilunar við meðferð eldsneytis í vinnslusalnum.

Stöðin var rýmd um leið og upp komst um lekann. Ekki er búist við að umhverfinu stafi hætta af lekanum.

Halden er að finna suður af höfuðborginni Ósló, við landamærin að Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×