Fótbolti

Geir og félagar snúa baki við Sepp Blatter

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Geir Þorsteinsson og Sepp Blatter á blaðamannafundi þess síðarnefnda í höfuðstöðvum KSÍ fyrir tveimur árum.
Geir Þorsteinsson og Sepp Blatter á blaðamannafundi þess síðarnefnda í höfuðstöðvum KSÍ fyrir tveimur árum. Vísir/Pjetur
Knattspyrnusamband Evrópu var eina álfusambandið sem vildi fresta forsetkosningum FIFA vegna handtakanna í Zurich í gær en aðildarlönd UEFA ætla samt sem áður að taka þátt í kosningunni. Þau ætla þó, að Íslandi meðtöldu, að styðja jórdanska prinsinn í baráttu sinni gegn sitjandi forseta, Sepp Blatter.

Enska knattspyrnusambandið hefur sent frá sér yfirlýsingu um að David Gill taki ekki við sæti sínu í framkvæmdarnefnd FIFA verði Sepp Blatter kosinn á morgun.

Sepp Blatter.Vísir/Getty
Háttsettir stjórnarmenn FIFA voru þá handteknir á hóteli í Zürich í Sviss þar sem ársþing FIFA fer fram á föstudaginn. Mennirnir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi.

Stewart Regan, framkvæmdastjóri skoska sambandsins staðfesti á Twitter að löndin innan UEFA ætla að kjósa jórdanska prinsinn Ali bin Al Hussein í forsetakjörinu á morgun en öll aðildarlönd UEFA funduðu um málið í dag. 

David Gill.Vísir/Getty
Ali bin Al Hussein prins telur sig hafa 60 atkvæði frá löndum utan Evrópu og styðji öll evrópsku samböndin hann þá gæti þetta orðið mjög jöfn kosning. 

Michel Platini, forseti UEFA, bað Sepp Blatter um að segja af sér en svar Svisslendingsins var nei. 

Beina útsendingu frá blaðamannafundi Platini má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir

Meint mútuþægni hjá toppum FIFA nær aftur til 1990

Bandarísk yfirvöld ákæra níu yfirmenn FIFA. Þeirra á meðal er varaforseti FIFA, Jeffrey Webb. Sepp Blatter, forseti FIFA, er ekki á meðal hinna ákærðu. Fjölmiðlafulltrúi FIFA segir sambandið fórnarlamb málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×