Innlent

Geir Haarde sendiherra í Washington

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra.
Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. vísir/vilhelm
Geir Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins verður sendiherra Íslands í Washington frá og með næstu áramótum. RÚV greinir frá.

Bandarísk stjórnvöld hafa samþykkt Geir sem sendiherra en hann tekur við af Guðmundi Árna Stefánssyni sem hefur verið sendiherra í Washington frá árinu 2011.

Geir H. Haarde ásamt Árna Þór Sigurðssyni, fyrrverandi þingmanns Vinstri grænna, voru skipaðir sendiherrar af Gunnari Braga Sveinssyni, utanríkisráðherra, í sumar. Ekki liggur þó fyrir hvert Árni Þór fer.




Tengdar fréttir

Telur óþarfi að auglýsa sendiherrastöður

Frá árinu 2008 og fram að skipun þeirra Geirs H. Haarde og Árna Þórs Sigurðssonar komu allir þeir níu einstaklingar sem skipaðir voru í embætti sendiherra úr röðum starfsmanna utanríkisþjónustunnar.

Bað um að verða sendiherra og fékk já

"Ég gekk svo á fund ráðamanna og sagði: Ég vil verða sendiherra. Þeir samþykktu það. Stjórnarandstaðan varð ánægð með það.“

Geir H. Haarde skipaður sendiherra

Þá var Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður og fyrrverandi formaður utanríkismálanefndar, einnig skipaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×