Íslenski boltinn

Geir einn af fimm sem keppa um fjögur laus sæti í stjórn FIFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands.
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands. Vísir/Anton
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, er í framboði til stjórnar FIFA og nýtur stuðnings knattspyrnusambandanna á Norðurlöndum. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Að þessu sinni er kosið um fjögur sæti af þeim níu sem Evrópa hefur í stjórn FIFA. Kosningin fer fram á þingi Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, sem fer fram 5. apríl næstkomandi. Framboðsfrestur rann út 5. desember síðastliðinn og bárust fimm framboð.

Þetta verður ekki eina kosningin hjá Geir á nýju ári því hann sækist eftir endurkjöri sem formaður Knattspyrnusambands Íslands. Kosið verður um formann KSÍ á 71. ársþingi KSÍ sem verður haldið í Höllinni í Vestmannaeyjum 11. febrúar 2017.

Geir hefur verið formaður KSÍ frá árinu 1997 en Guðni Bergsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og landsliðsmaður, hefur ákveðið að bjóða sig fram gegn honum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×