Handbolti

Geir á leið í Evrópukeppni | Átta íslensk mörk í tapi Bergrischer

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnór skoraði átta.
Arnór skoraði átta. vísir/getty
Geir Sveinsson og lærisveinar halda fjórða sætinu í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir stórsigur á TSG Lu-Friesenheim, 32-24. Sigurinn í dag tryggði þeim Evrópusæti.

Magdeburg leiddi meira og minna allan fyrri hálfleikinn og náði meðal annars fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik. Þeir voru þó einu marki undir í hálfleik, 15-14.

Þeir spýttu heldur betur í lófana í síðari hálfleik og unnu að lokum átta marka sigur, 32-24. Magdeburg áfram í fjórða sætinu, en sigurinn í dag tryggði liðinu Evrópusæti á næstu leiktíð.

Íslendingalið Bergrischer tapaði með þremur mörkum fyrir TuS N-Lübbecke, 34-31.

TuS N-Lübbecke leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 18-13 og hélt tökunum á leiknum í síðari hálfleik.

Arnór Þór Gunnarsson spilaði vel í liði Bergrischer, en hann skoraði átta mörk, þar af fimm úr vítum. Björgvin Páll varði tvo bolta samkvæmt tölfræði heimasíðu þýska sambandsins, en hún er oft ansi skrautleg.

Bergrischer er í fjórtánda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×