Handbolti

Geir: Þetta var mikil þolinmæðisvinna

Arnar Björnsson skrifar
Geir Sveinsson þjálfari var að vonum ánægður með fyrsta sigurinn á HM í Frakklandi.  „Við erum komnir með 3 stig og 2 til viðbótar standa okkur til boða með sigri á Makedónum,“ sagði Geir en hvað var han ánægðastur með?



„Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn. Mér fannst vera góður fókus, sterkir í vörninni og fengum aðeins 8 mörk á okkur. Með aðeins betri nýtingu hefðum við geta gengið til leikhlés með 10 marka forystu. Þá er rosalega erfitt að biðja um mikið meira. Þetta er mikil þolinmæðisvinna, standa þetta rétt og gera þetta rétt. Að sama skapi var ég ekki jafn hress með byrjunina í seinni hálfleik. Það tók okkur allt of langan tíma að auka forskotið.“

Meiðsli á nokkrum mönnum gerðu það að verkum að þú gast ekki gert allt sem þú vildir?

„Við urðum að hvíla Janus í ljósi þess sem gerðist í síðasta leik. Guðmundur Hólmar meiðist í upphitun og við ákváðum að hvíla hann. Rúnar var laskaður eftir síðustu leiki og það var pælingin að gefa honum sem mesta pásu. Þá er bara þetta klassíska aðrir verða bara að taka við og nýta sín tækifæri og sumir gerðu það ágætlega.“

Hefurðu áhyggjur af þessum meiðslum?

„Nei, í sjálfu sér ekki. Ég held að það sé allt í góðu með það. Ég held að Gummi sé ekki það slæmur og ætti að vera klár eftir 2 daga. Janus á að verða það líka. Hann fékk vatn inn á hnéð og þrír dagar ættu að bjarga því.“

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×