SUNNUDAGUR 26. MARS NÝJAST 06:28

Sebastian Vettel vann í Ástralíu

SPORT

Geir: Spiluđum einn besta varnarleikinn á HM

 
Handbolti
20:07 10. MARS 2017
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Geir Sveinsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að Ísland hafi spilað einn besta varnarleikinn á HM í Frakklandi í janúar.

Í tilefni af 60 ára afmæli HSÍ efndi Handknattleikssambandið í samstarfi við Arion banka til fjölmiðlafundar þar sem Geir Sveinsson kynnti m.a. niðurstöður greiningar sinnar á frammistöðu Íslands á HM í Frakklandi.

„Frá því keppni lauk hef sérstaklega skoðað tölfræðiþáttinn varðandi leik okkar. Það er áhugavert að bera það saman við þessi bestu lið. Við erum ekki þar í dag en stefnan er að koma okkur aftur þangað,“ sagði Geir í samtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar 2.

„Það sem vantaði helst upp á hjá okkur var að við vorum með of mörg tæknifeila. Við þurfum að fækka þeim, þótt það væri ekki nema um að meðaltali tvo í leik. Auk þess var skotnýting okkar ekki nógu góð. Þessir tveir þættir gera það að verkum að við náum ekki upp í topp átta, plús að við þurfum að vera með tveimur fleiri varða bolta að meðaltali í leik.“

Fyrir utan þessa þrjá þætti fannst Geir margt mjög jákvætt í leik Íslands á HM.

„Við spiluðum eina bestu vörnina í keppninni og vorum sömuleiðis með ein bestu hraðaupphlaupin. Við vorum í 3. sæti af 24 liðum í þeim þætti og fáum einu fæstu skotin á markið á okkur af öllum liðunum. Við erum líka í 3. sæti þar,“ sagði Geir.

Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Geir: Spiluđum einn besta varnarleikinn á HM
Fara efst