Geir: Slóvenar fögnuđu ţegar ţeir fréttu af fjarveru Arons

 
Handbolti
19:00 11. JANÚAR 2017
Ingvi Ţór Sćmundsson skrifar

Stóra fréttin í íslensku íþróttalífi í dag er að Aron Pálmarsson verður ekki með handboltalandsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst í kvöld.

Aron er meiddur í nára og hefur verið frá keppni undanfarnar vikur. Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari, segir gott að óvissunni um Aron sé eytt þótt það sé auðvitað mikið áfall að missa þennan lykilmann.

„Þetta er tvenns konar. Annars vegar er þetta jákvætt að óvissunni er eytt og núna vitum við nákvæmlega hver staðan er. Ég tilkynnti leikmönnum þetta í morgun. Við vonuðum allir, og þess vegna biðum við svona lengi að taka endanlega ákvörðun, að Aron gæti spilað,“ sagði Geir í samtali við Arnar Björnsson í Metz í dag.

„Á móti kemur að þetta er gríðarlega öflugur leikmaður og það er ljóst að við náum ekki að tefla okkar sterkasta liði fram. Ég heyrði því m.a. fleygt að þegar Slóvenarnir fréttu þetta hafi þeir fagnað mikið á hótelinu sínu. Kannski getum við nýtt það,“ bætti Geir við.

Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar er einnig rætt við landsliðsfyrirliðann Guðjón Val Sigurðsson.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Handbolti / Geir: Slóvenar fögnuđu ţegar ţeir fréttu af fjarveru Arons
Fara efst